Umsjón með mótum félagsins hefur Sverrir Gunnlaugsson.
7. júní 10 ára afmælisflugkoma Arnarvallar og flotflugkoma FMS
Kl.18:00
Nú eru liðin 10 ár frá því að Arnarvöllur var formlega opnaður og til að fagna áfanganum munum við blása til smá samkomu. Venju samkvæmt verður mikið flug, fjör og gaman!
Sem fyrr verða veitingar á boðstólum. 🙂
Þeir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta mætingu með tölvupósti á, sverrirg hjá gmail.com eða á Flugmódelspjallinu.
2. september Ljósanætursýning í Reykjaneshöllinni
Kl. 17 – 20
Í tilefni Ljósanætur verður efnt til sýningar á flugmódelum og inniflugs í Reykjaneshöll föstudaginn 2. september frá kl. 17 – 20.