Aðalfundur Flugmódelfélags Suðurnesja verður haldinn þriðjudaginn 5.febrúar kl.19:30 í Akademíunni í Reykjanesbæ, þetta er sami staður og í fyrra eða beint á móti Reykjaneshöllinni, sjá á korti.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Fundargögn verða send félagsmönnum í tölvupósti og birt á vef félagsins þegar nær dregur fundinum.
Stjórn félagsins leggur einnig til breytingu á níunda grein samþykkta félagsins sem borin verður undir atkvæði á fundinum.
* * * * *
9. grein – Stjórn
Stjórn félagsins er skipuð fjórum mönnum.
Formaður, gjaldkeri/ritari, vallarstjóri og einn meðstjórnandi.
Skulu þeir allir sitja stjórnarfundi félagsins.
Aðalfundur kýs formann og gjaldkera þau ár sem enda á jafnri tölu, en vallarstjóra og meðstjórnanda þau ár sem enda á oddatölu. Gjaldkeri skal gegna störfum formanns í forföllum hans.
Yrði (breytingar litaðar)
9. grein – Stjórn
Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum.
Formaður, gjaldkeri/ritari, vallarstjóri og tveir meðstjórnendur.
Skulu þeir allir sitja stjórnarfundi félagsins.
Aðalfundur kýs formann og meðstjórnendur þau ár sem enda á jafnri tölu, en gjaldkera og vallarstjóra þau ár sem enda á oddatölu. Gjaldkeri skal gegna störfum formanns í forföllum hans.
* * * * *
Kveðja
Stjórn Flugmódelfélags Suðurnesja