Kröfur vegna félagsgjalda verða sendar út eftir 21. mars nk.

Kæri félagsmaður

Á aðalfund félagsins var ákveðið að félagsgjaldið 2025 yrði 15.000 kr. Við viljum hvetja félagsmenn til að leggja beint inn á félagið til að draga úr bankakostnaði en það má gera með millifærslu. Sendið þá endilega greiðslutilkynningu á netfang gjaldkera. Sérstaklega mikilvægt er að gera það ef millifært er af reikningi maka svo við vitum fyrir hvern verið er að greiða félagsgjöldin.  

Félagsgjöld 2025: 15.000 kr
             Kennitala: 530194-2139
Reikningur: 542-15-120639
               Netfang: sverrir hjá modelflug.net

Vinsamlegast látið mig vita fyrir 21. mars nk. ef þið þurfið að fresta greiðslum að öðrum kosti verða kröfur stofnaðar í bankakerfinu þá helgi og leggjast þá 400 kr ofan á félagsgjaldið fyrir kostnaði.

Kveðja
Sverrir Gunnlaugsson gjaldkeri FMS

Aðalfundur FMS þann 11. mars 2025

Aðalfundur Flugmódelfélags Suðurnesja verður haldinn þann 11. mars nk. í Virkjun, Ásbrú og hefst kl. 19:30, á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Að venju er þetta pappírslaus fundur en fundagögn verða aðgengileg á rafrænu formi þegar nær dregur en verður ekki dreift útprentuðum á fundinum.

Vinsamlegast kynnið ykkur gögnin fyrir fundinn og hlaðið þeim niður í snjalltæki eða prentið þau út ef þið viljið hafa þau við höndina á fundinum.

Dagskrá
– Kosning fundarstjóra
– Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
– Reikningar lagðir fram til samþykktar
– Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
– Kosning stjórnar
  Gjaldkeri, vallarstjóri og einn meðstjórnandi plús meðstjórnandi til eins árs (Núverandi: Sverrir Gunnlaugsson, Ágúst H. Borgþórsson, Gunnar H. Valdimarsson og einnig hefur Haukur Ólafsson ákveðið að láta af störfum sem meðstjórnandi og þarf að fá afleysingamann í hans stað til eins árs)
– Tillögur og lagabreytingar
– Önnur mál

Kveðja
Stjórn Flugmódelfélags Suðurnesja