Vinnuhelgi


Um helgina er búið að vera nóg að gera á Arnarvelli við ýmis vorverk. Búið er að bera á völlinn, taka hurðarnar af gáminum, hreinsa rusl, valta, mosatæta og fleiri vorverk.

Í næstu vinnulotu þarf svo að bera á timburverk, ganga frá hurðunum á gáminn og laga bílastæðisgirðinguna. Reynt verður að kýla á það sem fyrst.