Félagsgjöld 2009

Gíróseðlar fyrir félagsgjöldum 2009 verða sendir út til félagsmanna á næstu dögum. Stefnt verður að því að skipta um lása á Arnarvelli í kringum miðjan mars.

Mikið hefur verið flogið síðustu daga í vetrarblíðunni og eru félagsmenn minntir á að kvitta fyrir komuna í gestabókinni, hún er skemmtileg heimild um liðin tíma þegar fram líða stundir. Hægt er að sjá gestabókina sem var í notkun út árið 2008 í skjalasafni félagsins.

Aðalfundi lokið

Aðalfundur félagsins var haldin í sal Vinnueftirlitsins mánudagskvöldið 19.janúar og mættu 60% félagsmanna á fundinn. Guðni V. Sveinsson vallarstjóri og Gunnar M. Magnússon meðstjórnandi fengu rússneska kosningu þar sem engin mótframboð bárust og munu sinna störfum sínum alla veganna í tvö ár enn fyrir félagið. Vídeóannáll félagsins frá 2008(805MB) var frumsýndur en að þessu sinni var hann í bíómyndalengd(102 mín.) og var honum vel tekið af viðstöddum.

Fundargögn og fundargerð eru komin á netið og hægt er að nálgast myndir frá fundinum í myndasafni félagsins.