Góð tíð

Síðustu daga hefur verið nóg að gera hjá félagsmönnum hvort heldur sem er við flug eða vorverk á Arnarvelli. Um næstu helgi verður svo frístundahelgi Reykjanesbæjar haldin og mun Flugmódelfélagið að sjálfsögðu verða á staðnum. Félagsmenn sem áhuga hafa á að taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við stjórn félagsins.

godir_flugdagar_maibyrjun.jpg
Ultra Stik Lite í eigu Gunnars flýgur um loftin blá