Merki félagsins

Flugmódelfélagið er um þessar mundir að láta framleiða fyrir sig límmiða og taumerki með merki félagsins og verður hægt að versla þessa hluti hjá gjaldkera á næstunni. Taumerkið kemur með frönskum rennilás og baki sem hægt verður að sauma á fatnað og því auðvelt að þrífa viðkomandi flík/hlut án þess að skemma eða upplita taumerkið, því er einfaldlega kippt af fyrir þvott.

Félagsmenn eru að sjálfsögðu „skyldugir“ til að versla amk. eitt svona merki af félaginu en áætlaður kostnaður er í kringum 1000 kr.

Þá verður talsvert úrval af límmiðum í boði en nokkrar stærðir með þvermálin; 5, 10, 15, 20, 25 & 30 cm verða í boði. Einnig verða örfáir límmiðar til að líma innan á rúður pantaðir í stærðunum 15 og 30 cm en þeir verða eitthvað dýrari.

fms_merki.jpg fms_merki2.jpg
Taumerkið, smellið fyrir stærri útgáfur.