Félagsgjöld 2008

Greiðslur hafa verið stofnaðar í bankakerfinu fyrir félagsgjöldum ársins 2008. Stefnt er að því að skipta um læsingar í byrjun apríl. Skírteini og lyklar verða sendir út upp úr miðjum mars. Félagsmenn eru hvattir til að greiða tímanlega svo þeir lendi ekki í því að vera læstir úti í góðu veðri í vor.

Þeim sem áhuga hafa á að sækja um aðild að félaginu er bent á að líta á þessa vefsíðu.