Lyklaskipti


Lyklar og félagsskírteini voru afhent félagsmönnum út á Arnarvelli í dag. Að sjálfsögðu var heitt á könnunni og mikið spjallað. Voru menn almennt mjög spenntir fyrir komandi sumri.

Lyklar og skírteini afhent 28.mars

Lyklar og skírteini verða afhent þeim sem greitt hafa félagsgjöld FMS fyrir árið 2009 á Arnarvelli laugardaginn 28.mars frá kl.11 til 12.

Skipt verður um lása sama dag svo þeir sem ekki eru búnir að greiða hafa þá ekki aðgang að Arnarvelli eftir það.
Þeir félagsmenn sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin eru hvattir til að ganga frá greiðslu þeirra sem fyrst til að missa ekki úr flugdaga.