Frístundahátíð að baki

Nokkrir félagar Flugmódelfélagsins stóðu vaktina í Reykjaneshöll um helgina á Frístundahátíð Reykjanesbæjar. Talsverð umferð gesta og gangandi var um svæðið og höfðu félagsmenn í nógu að snúast við að svara þeim fjölmörgu fyrirspurnum sem bárust frá áhugasömum um sportið.

Einnig sá Flugmódelfélagið um að loftskip Reykjanesbæjar væri á ferðinni og væri vel sýnilegt og tókst það vel upp. Oft á tíðum mátti sjá krakkaskara elta skipið þó það svifi um utan seilingar. Hægt er að sjá fleiri myndir í myndasafni félagsins.

fristunda2007a.jpg
Loftskipið var við bás Flugmódelfélagsins þegar það var ekki á ferðinni.

Fyrsta flotflug vorsins

Var framkvæmt í blíðunni í gærkvöldi en þar var Steinþór að prufufljúga nýjum Seamaster. Einnig reynsluflaug Sverrir 33% Su-31. Fjölmennt var út á Arnarvelli í blíðunni og fóru þeir allra hörðustu heim undir miðnættið í lögreglufylgd.

flug1.jpg
Steinþór sjósetur Seamaster og Magnús bíður átekta með fjarstýringuna.