Vorið er komið

Ef miðað er við fjörið sem verið hefur út á Arnarvelli síðustu kvöld. Vorkomunni fylgja líka byrjendur sem margir hverjir hafa æft sig í flughermi yfir vetrartímann. Nokkrir af þeim hafa flogið sín fyrstu einliðsflug í síðustu dögum.

Þeir fá að sjálfsögðu hamingjuóskir með áfangann og vonandi sjást þeir sem oftast út á Arnarvelli í sumar.

14.apríl. Ólafur(þessi vinstra megin).

19.apríl. Sigurður og Eiríkur.
sigurdur_eirikur.jpg

Laugardaginn 19.apríl voru Sverrir og Gunnar í Toyotahöllinni, á fyrsta úrslitaleiknum í körfuboltanum, að fljúga loftskipi Reykjanesbæjar og vakti það að sjálfsögðu mikla lukku.