Eftir að vefmyndavélin var uppfærð þá eru teknar myndir á tveggja mínútna fresti yfir hásumarið. Það þýðir rétt rúmlega 700 myndir á dag eða hátt í 22.000 myndir á mánuði. Hikmyndin er því að sýna 60 myndir á sekúndu eða u.þ.b. tvo klukkutíma. Áhugasamir geta séð mánuðinn eins og hann lagði sig í þessu myndbandi, njótið!