Aðalfundur Flugmódelfélags Suðurnesja verður haldinn miðvikudaginn 20 .janúar kl.19:15 í Akademíunni í Reykjanesbæ, þetta er sami staður og síðust ár eða beint á móti Reykjaneshöllinni, sjá á korti.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Fundargögn verða birt á vef félagsins þegar nær dregur fundinum en einnig hafa félagsmenn fengið þau send með fundarboði.
Að fundi loknum verður boðið upp á veitingar og svo strax á eftir verður 2015 annáll FMS frumsýndur. Um 27 klukkutímar af efni söfnuðust upp á árinu svo það verður frá nógu að sýna!
Kveðja stjórn FMS.