Magnús formaður setti fundinn og því næst var Sverrir kosinn fundarstjóri. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti reikninga félagsins sem voru samþykktir samhljóða. Stjórn lagði til óbreytt félagsgjald en 500 kr hækkun á ungliðagjald, tillaga samþykkt. Sverrir Gunnlaugsson bauð sig fram til áframhaldandi gjaldkerasetu og var það samþykkt einróma. Ekkert mótframboð kom til vallarstjóra og var Guðni V. Sveinsson endurkjörinn. Engar lagabreytingar né önnur mál lágu fyrir dagskrá fundar.
Eftir að hafa gætt sér á svaka hnallþóru frá Björk hans Guðjóns var 2014 vídeóannáll FMS frumsýndur og skemmtu viðstaddir sér yfir honum næstu klukkutímana!