Ljósanæturflugkoma á laugardaginn


Laugardaginn 6.september nk. verður hin árlega Ljósanætur/Fréttavefs-flugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja haldin á Arnarvelli frá kl.10-15. Veðurspáin lítur bærilega út þó venju samkvæmt stefni í smá golu þá er verið að vinna í að bæta úr því.

Hægt er að sjá myndir frá fyrri Ljósanæturflugkomum í myndasafni félagsins.