Veðurblíða

Frábært flugveður er búið að vera síðustu daga en eins og gefur að skilja hefur birtan verið af skornum skammti. Nóg var um að vera út á velli í dag og mætti hópur félagsmanna í góðum fluggír. Hitamet var sett en -14°C mældust á svæðinu. Hægt er að sjá myndir frá deginum í myndasafninu.

Bendum mönnum einnig á það að mótaskrá næsta sumars er komin hér á netið og eru menn kvattir til að kynna sér hana og færa inn í dagbókina fyrir næsta ár.

Glöggir gestir hafa eflaust tekið eftir því að síðan hefur tekið smá breytingum en nú eru næstu 5 atburðir á mótaskrá félagsins birtir hér hægra megin á forsíðunni og þar fyrir neðan veðurskeyti frá Keflavíkurflugvelli.

Einng eru komnar tvær nýjar panoramamyndir sem sýna Seltjörn og Arnarvöll.