Flotflugkoma FMS heppnaðist vel

Ágætis veður var á flotflugkomunni í kvöld, dálítið napurt en ekkert sem góður skjólfatnaður klæddi ekki af mönnum. Fínasta mæting var en 5 flotvélar mættu til leiks og af þeim fóru 4 í loftið en þó ekki nema helmingurinn á vatninu. Formaðurinn bauð svo upp á COVID-19 veitingar sem hurfu eins og dögg fyrir sólu.

Sjá fleiri myndir á spjallinu https://spjall.frettavefur.net/viewtopic.php?f=2&t=11461

Á tímum COVID-19

Við hvetjum félagsmenn til að virða fyrirmæli yfirvalda og halda 2ja metra fjarlægð ef þeir hittast út á Arnarvelli. Einnig að takmarka umferð um félagsaðstöðuna og helst að nota hana ekki en ef einhver þarf að nota hana þá er hann beðinn um að sótthreinsa þá snertifleti sem hann kemur við.