Flugmódelfélag Suðurnesja hélt sÃna árlegu flotflugkomu þann 13.maà sl. og hófst hún kl.20:00 á Seltjörn. Fyrir utan hina hefðbundu flugkomu þá var samhliða henni haldin smá keppni þar sem keppt var um stórglæsilega Seawind láðs- og lagarvél frá Great Planes sem Einar Páll Einarsson gaf af miklum rausnarskap.
7 flugmenn mættu með 8 flotflugvélar en einungis 4 flugmenn voru à sjálfri keppninni. Flognar voru 3 umferðir og samanstóð hver umferð af 5 æfingum sem gefin voru stig fyrir, mest 10 stig eða alls 50 stig úr hverri umferð. Lægsta umferð hvers keppanda var ekki tekin með svo 100 stig voru à pottinum.
Æfingarnar voru, útkeyrsla, flugtak, flöt átta, aðflug og lending.
Niðurstaðan varð sem hér segir:
1.sæti Steinþór Agnarsson
2.sæti Magnús Kristinsson
3.sæti Guðni V. Sveinsson
4.sæti Gunnar M. Magnússon
Um dómgæslu sáu Jón V. Pétursson, Skjöldur Sigurðsson og Einar Páll Einarsson var yfirdómari.
Mikið úrval flugmódela sást á vatninu, Big Stik 60, Flightstar 40, Ready 2, Cherokee 25, Piper Cub, Seamaster, Seawind og Big Lift. Einnig var talsvert flogið bæði fyrir og eftir samkomuna á Arnarvelli.
Hægt er að sjá myndir frá flugkomunni à myndasafni Flugmódelfélags Suðurnesja. Verið er að klippa til vÃdeó frá keppninni og mun það birtast á netinu á næstunni.