Ljósanæturflugkoman að baki


Fjölmenni kom á svæðið í dag og naut þess að sjá flugmódel fljúga yfir Arnarvelli og skoða þau á jörðu niðri. Flogið var frá kl.9 og til kl.16 með smá hléum þegar rigningarskúrir gengu yfir. Flugmódelfélagið bauð upp á samlokur og drykki og var þeim vel tekið.

Piper Cub félagsins flaug þó nokkuð mörg flug og voru flugmenn hennar mjög ánægðir með hana, ekki skemmdi fyrir að hún var komin á íslenska skráningu.

Hægt er að skoða myndir frá flugkomunni í myndasafni félagsins. Einnig er hér að finna vídeó og annað til.

Þökkum öllum sem komu á svæðið í dag, módelmönnum og gestum, sjáumst vonandi að ári liðnu.