Árið farið að styttast


Það er víst ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við okkur það sem af er vetri en þó hafa komið einn og einn blíðudagar inn á milli og hafa félagsmenn verið duglegir að nýta sér þá sér til flugs.

En í skammdeginu þá er hægt að sýsla við ýmislegt, hvort heldur sem er smíði flugmódela, skoða myndir frá liðnu sumri nú eða vídeóbúta eða fylgjast með á spjallinu. En allir láta sig þó eflaust dreyma um komandi sumar og rifja um leið upp árið sem er að líða.

Það styttist í aðalfund félagsins en til stendur að halda hann upp úr miðjum janúar og verður það nánar auglýst þegar nær dregur. Í tengslum við það fer vinna við vídeóannálinn að komast á lokastig svo þeir sem hafa efni sem nota má þar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við gjaldkera.