Flugmódelfélagið kemst inn í þotuöldina


Laugardagurinn 7.mars sl. kemst í sögubækurnar en þá komst félagið inn í þotuöldina þegar tveir félagsmenn tóku flugið út á Arnarvelli. Sverrir Gunnlaugsson flaug Boomerang Intro og þar með var fyrsta þotuflug vallarins að baki. Jón Erlendsson bætti svo um betur síðar um daginn og flaug Turbo Raven sem var fyrsta skrúfuþotu(e.turboprop) flugið.

Hægt er að sjá nokkrar myndir í myndasafni félagsins og vídeóbút.

Fleiri vélum var einnig flogið en síðustu helgar hafa verið mjög góðar flughelgar og þétt setnar af félagsmönnum.

Gíróseðlar farnir af stað

Gíróseðlar fyrir félagsgjöldum 2009 hafa verið sendir af stað í bankakerfinu og munu berast félagsmönnum á næstu dögum. Skipt verður um lykla á Arnarvelli um miðjan mars mánuð og eru félagsmenn hvattir til að greiða gjöldin um næstu mánaðarmót svo þeir geti nálgast nýja lykla fyrir þann tíma.

Í vetrarblíðunni sem hefur ríkt síðustu daga og vikur hefur verið flogið nánast daglega á Arnarvelli og nýtingin hefur verið frábær miðað við árstíma. Kuldaboli hefur þó verið áberandi á svæðinu en allt niður í -10°C frost hefur verið að mælast þar upp á síðkastið. Eitthvað á þó að hlýna um helgina en á móti má þá búast við að vind fari að hreyfa.