Gíróseðlar farnir af stað

Gíróseðlar fyrir félagsgjöldum 2009 hafa verið sendir af stað í bankakerfinu og munu berast félagsmönnum á næstu dögum. Skipt verður um lykla á Arnarvelli um miðjan mars mánuð og eru félagsmenn hvattir til að greiða gjöldin um næstu mánaðarmót svo þeir geti nálgast nýja lykla fyrir þann tíma.

Í vetrarblíðunni sem hefur ríkt síðustu daga og vikur hefur verið flogið nánast daglega á Arnarvelli og nýtingin hefur verið frábær miðað við árstíma. Kuldaboli hefur þó verið áberandi á svæðinu en allt niður í -10°C frost hefur verið að mælast þar upp á síðkastið. Eitthvað á þó að hlýna um helgina en á móti má þá búast við að vind fari að hreyfa.