Flugmódelfélagið kemst inn í þotuöldina


Laugardagurinn 7.mars sl. kemst í sögubækurnar en þá komst félagið inn í þotuöldina þegar tveir félagsmenn tóku flugið út á Arnarvelli. Sverrir Gunnlaugsson flaug Boomerang Intro og þar með var fyrsta þotuflug vallarins að baki. Jón Erlendsson bætti svo um betur síðar um daginn og flaug Turbo Raven sem var fyrsta skrúfuþotu(e.turboprop) flugið.

Hægt er að sjá nokkrar myndir í myndasafni félagsins og vídeóbút.

Fleiri vélum var einnig flogið en síðustu helgar hafa verið mjög góðar flughelgar og þétt setnar af félagsmönnum.