Aðalfundur Flugmódelfélags Suðurnesja verður haldinn þriðjudaginn 22. janúar kl.20:00 í smíðaaðstöðunni í Hreiðrinu.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Fundargögn verða birt á vef félagsins þegar nær dregur fundinum en einnig munu félagsmenn fá þau send í vikunni.
Fyrir fundinum liggur ein tillaga að lagabreytingu:
Núverandi – 9. grein – Stjórn
Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum.
Formaður, gjaldkeri/ritari, vallarstjóri og tveir meðstjórnendur.
Skulu þeir allir sitja stjórnarfundi félagsins.
Aðalfundur kýs formann og tvo meðstjórnendur þau ár sem enda á jafnri tölu, en gjaldkera og vallarstjóra þau ár sem enda á oddatölu. Gjaldkeri skal gegna störfum formanns í forföllum hans.
Breyting – 9. grein – Stjórn
Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum.
Formaður, gjaldkeri/ritari, vallarstjóri og tveir meðstjórnendur.
Skulu þeir allir sitja stjórnarfundi félagsins.
Aðalfundur kýs formann og einn meðstjórnanda þau ár sem enda á jafnri tölu, en gjaldkera, vallarstjóra og einn meðstjórnanda þau ár sem enda á oddatölu. Gjaldkeri skal gegna störfum formanns í forföllum hans.
Kveðja stjórn FMS.