Aðalfundur FMS haldinn 11. maí nk.

Sem fyrr er um pappírslausan aðalfund að ræða og verða fundargögn send í tölvupósti á félagsmenn þegar nær dregur fundi. Ekki liggja fyrir tillögur um lagabreytingar á þessum fundi.

Dagskrá aðalfundar

  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
  5. Skýrslur nefnda
  6. Kosning stjórnar (vallarstjóri og gjaldkeri)
  7. Tillögur og lagabreytingar
  8. Önnur mál

Í ár þarf að kjósa um vallarstjóra og gjaldkera og liggja tvö framboð frammi þegar þetta er ritað, en aðrir áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér og geta haft samband við stjórn fyrir aðalfundinn eða gefið kost á sér á fundinum.

Ágúst Borgþórsson tók við sem vallarstjóri af Gunnari M. Magnússyni, sem steig til hliðar í fyrra fyrir seinna kjörtímabil sitt, og hefur Ágúst gefið kost á sér í starfið. Sverrir Gunnlaugsson er sitjandi gjaldkeri og hefur gefið kost á sér aftur.

Kveðja stjórn Flugmódelfélags Suðurnesja

Flotflugkoma FMS heppnaðist vel

Ágætis veður var á flotflugkomunni í kvöld, dálítið napurt en ekkert sem góður skjólfatnaður klæddi ekki af mönnum. Fínasta mæting var en 5 flotvélar mættu til leiks og af þeim fóru 4 í loftið en þó ekki nema helmingurinn á vatninu. Formaðurinn bauð svo upp á COVID-19 veitingar sem hurfu eins og dögg fyrir sólu.

Sjá fleiri myndir á spjallinu https://spjall.frettavefur.net/viewtopic.php?f=2&t=11461