Sem fyrr er um pappírslausan aðalfund að ræða og verða fundargögn send í tölvupósti á félagsmenn þegar nær dregur fundi. Ekki liggja fyrir tillögur um lagabreytingar á þessum fundi.
Dagskrá aðalfundar
- Kosning fundarstjóra
- Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
- Skýrslur nefnda
- Kosning stjórnar (vallarstjóri og gjaldkeri)
- Tillögur og lagabreytingar
- Önnur mál
Í ár þarf að kjósa um vallarstjóra og gjaldkera og liggja tvö framboð frammi þegar þetta er ritað, en aðrir áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér og geta haft samband við stjórn fyrir aðalfundinn eða gefið kost á sér á fundinum.
Ágúst Borgþórsson tók við sem vallarstjóri af Gunnari M. Magnússyni, sem steig til hliðar í fyrra fyrir seinna kjörtímabil sitt, og hefur Ágúst gefið kost á sér í starfið. Sverrir Gunnlaugsson er sitjandi gjaldkeri og hefur gefið kost á sér aftur.
Kveðja stjórn Flugmódelfélags Suðurnesja