Ágætis veður var á flotflugkomunni í kvöld, dálítið napurt en ekkert sem góður skjólfatnaður klæddi ekki af mönnum. Fínasta mæting var en 5 flotvélar mættu til leiks og af þeim fóru 4 í loftið en þó ekki nema helmingurinn á vatninu. Formaðurinn bauð svo upp á COVID-19 veitingar sem hurfu eins og dögg fyrir sólu.
Sjá fleiri myndir á spjallinu https://spjall.frettavefur.net/viewtopic.php?f=2&t=11461