Maí hefur byrjað á góðu nótunum fyrir félagsmenn FMS og flugveður verið fyrstu daga mánaðarins. Hægt er að fylgjast með nýjstu vallarferðum hverju sinni á flugmódelspjallinu.
Nú eru vikuleg flugkvöld félagsins hafin en þau fara fram alla þriðjudaga frá kl.19 á Arnarvelli út ágústmánuð. Vefmyndavél félagsins mun svo snúa aftur síðar í mánuðinum eftir langt og gott vetrarfrí en það var notað til að uppfæra vélbúnaðinn ásamt hugbúnaðinum sem keyrir á vélinni.