Með hækkandi sól þá hefur aukinn kraftur verið settur í vorverkin og er nú búið að setja upp girðingu við startsvæðið ásamt því sem búið er að grjóthreinsa og tyrfa moldarsárin við pittinn. Einnig er búið að panta 300 kg af áburði og verða þau borin á völlinn nk. föstudag en spáð er blautum kafla næstu vikuna.