Minningarsamkoma

Flugmódelfélag Suðurnesja hélt minningarsamkomu fyrir fjölskyldu og ættingja Arnar Kjærnested og um leið var vellinum formlega gefið nafnið Arnarvöllur honum til heiðurs. Grillað var ofan í viðstadda og einnig var boðið upp á marsipantertu og rann þetta allt ljúflega niður hjá viðstöddum.

Eftir frábæra flugviku þá hefur Kári eitthvað þurft að blása svo ekki var mikið um flug utan dyra en þyrlast var innan dyra. Hægt er að sjá myndir frá deginum í myndasafni félagsins.