Aðalfundur FMS, 18. janúar kl.19:30

Flugmódelfélag Suðurnesja boðar til aðalfundar miðvikudaginn 18. janúar nk. í húsnæði Vinnueftirlitsins að Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík og hefst hann stundvíslega kl.19:30. Lásahúsið og Bílasmiðurinn(blikkljós í glugga) eru í þessu sama húsnæði en húsið er á milli Tómstundahússins og American Style.

Að venju er um pappírslausan fund að ræða en fundargögn verða send út á næstu dögum svo félagsmenn hafa tækifæri á að prenta þau út og taka með sér ef þeir þess kjósa.

Gengið er inn í portinu fyrir ofan húsið, upp um eina hæð inn á skrifstofu Vinnueftirlitsins og þar er salurinn á hægri hönd. Húsinu er læst rétt áður en fundur hefst svo vinsamlegast verið tímanlega á ferðinni.

Staðsetning: https://ja.is/kort/?d=hashid%3AwwVbP&x=362763&y=405546&z=11&type=map

Fyrir hönd stjórnar,
Sverrir Gunnlaugsson
Gjaldkeri FMS