Aðalfundi lokið

Magnús formaður setti fundinn og því næst var Sverrir kosinn fundarstjóri. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti reikninga félagsins sem voru samþykktir. Stjórn lagði til óbreytt félagsgjald og var það samþykkt. Sverrir Gunnlaugsson bauð sig fram til gjaldkera og var það samþykkt. Guðni V. Sveinsson lét af störfum sem vallarstjóri eftir áratuga starf sem hann fær kærar þakkir fyrir. Gunnar M. Magnússon gaf kost á sér sem vallarstjóra og hlaut einróma kosningu. Engar lagabreytingar lágu fyrir en undir önnur mál var rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu.

Eftir að hafa gætt sér á tveimur svakalegum brauðtertum frá Björk hans Guðjóns var 2016 vídeóannáll FMS frumsýndur og skemmtu viðstaddir sér yfir honum næstu klukkutímana!

Þetta er í tíunda sinn sem annáll FMS birtist svo nú er hægt að stikla á stóru í flugmódelsögunni yfir síðasta áratuginn.