Flugmódelfélag Suðurnesja 25 ára

Nú eru rétt rúmlega 25 ár liðin frá stofnun Flugmódelfélags Suðurnesja og þó ekki hafi verið um formleg hátíðarhöld að ræða þótti stjórn félagsins rétt að rifja aðeins upp þessi tímamót.

Það var miðvikudaginn 9. desember 1992 sem áhugamenn um flugmódel hittust í Stapanum í Njarðvík. Þeir höfuðu um árabil flogið á Suðurflugvelli, sem var í Grófinni í Keflavík, án þess að hafa bundist samtökum en nú var komið að því.

Á stofnfundinum var Gísli Hauksson kosinn formaður og Guðni V. Sveinsson flugvallarstjóri. Yfirlýst markmið félagsins var að auka kynningu og þátttöku á flugmódelsportinu og er óhætt að segja að það hafi tekist ágætlega upp á næstu árum.

Boðaður var opin kynningarfundur í Stapanum í febrúar árið eftir og varð þriðjudagurinn 9. febrúar 1993 fyrir valinu.

Hér að neðan má sjá myndbönd sem Magnús Kristinsson tók á kynningarfundinum í Stapa og frá Suðurflugvelli haustið 1993.