Við vekjum athygli á því að sökum mikilla framkvæmdagleði nágranna okkar þá lítur út fyrir að ekki verði nóg um bílastæði við Hreiðrið á þriðjudaginn kemur. Stjórn FMS er að kanna með annað húsnæði og mun senda tölvupóst á félagsmenn ef við þurfum að flytja aðalfundinn.
Félagsmenn hafa einnig fengið fundargögn send í tölvupósti, ef einhver saknar þeirra er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við gjaldkera félagsins.
Þið getið einnig fylgst með hér á vefsíðu félagsins eða Snjáldurskinnu.
Kveðja stjórn FMS.