Vorfundur og lyklaskipti

Vorfundur félagsins var haldinn að Arnarvelli í kvöld(14.apríl) og var frábær mæting en vel á annan tug félagsmanna raðaði sér inn í vagn og ræddi málin. Rætt var um framkvæmdir sumarsins og fyrirhugaða flugsýningu með Ali Machinchy í sumar. Einnig var félagsskírteinum og nýjum lyklum úthlutað en gjaldkeri notaði tækifærið í kvöld og skipti um lása og sílendra út á velli.

Þeir sem áttu ekki heimangengt á fundinn í kvöld eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við gjaldkera til að nálgast skírteini og lykla. Minni einnig á límmiða og taumerki félagsins sem er hægt að fá hjá gjaldkera.

Þeim sem ætla að styrkja flugsýninguna með Ali í sumar er bent á að leggja inn á reikning 542-26-120639 kennitala 530194-2139, vinsamlegast sendið tilkynningar á netfangið sofnun@frettavefur.net.
Gjaldkeri getur líka sent mönnum gíróseðil ef þeir óska þess.

Þess má geta að fundarmenn samþykktu allir að leggja fram að lágmarki 3.000 krónur í söfnunina svo það stefnir allt í frábæra flugsýningu í sumar.