Vefmyndavélin snýr aftur úr vetrardvala

Eftir langan og strangan vetur hefur vefmyndavélin snúið aftur og tekið til við að horfa yfir Arnarvöllinn. Tækifærið var einnig notað til að endurnýja bæði hugbúnaðinn og hressa upp á gæðin í myndunum. Yfir sumarmánuðina munu myndirnar verða uppfærðar á allt að tveggja mínútna fresti en sjaldnar yfir háveturinn.

Það er von okkar að félagsmenn og aðrir munu hafa gaman af þessu og nýta sér þetta til að fá smá innsýn í veðrið eins og það er hverju sinni. Nú eða bara sjá hvort einhver sé út á velli að fljúga! Einnig verður haldið áfram að setja saman timelapse vídeó af myndunum.

Nú er einnig hægt að sjá þær vefmyndavélar sem eru í gangi á flugmódelvöllum landsins á einni síðu hjá Fréttavefnum. Slóðin á hana er http://frettavefur.net/webcam/ eða http://c.frettavefur.net/.

Vallarlífið í fullum blóma

Vorverkin vel á veg komin

Með hækkandi sól þá hefur aukinn kraftur verið settur í vorverkin og er nú búið að setja upp girðingu við startsvæðið ásamt því sem búið er að grjóthreinsa og tyrfa moldarsárin við pittinn. Einnig er búið að panta 300 kg af áburði og verða þau borin á völlinn nk. föstudag en spáð er blautum kafla næstu vikuna.

Horft yfir pittinn