Kröfur vegna félagsgjalda ættu að birtast í heimabönkum félagsmanna á næstu dögum. Þó eindagi og gjalddagi séu settir um miðjan maímánuð þá eru ekki rukkaðir dráttarvextir af félagsgjöldum.
Aðalfundur FMS haldinn 11. maí nk.
Sem fyrr er um pappírslausan aðalfund að ræða og verða fundargögn send í tölvupósti á félagsmenn þegar nær dregur fundi. Ekki liggja fyrir tillögur um lagabreytingar á þessum fundi.
Dagskrá aðalfundar
- Kosning fundarstjóra
- Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
- Skýrslur nefnda
- Kosning stjórnar (vallarstjóri og gjaldkeri)
- Tillögur og lagabreytingar
- Önnur mál
Í ár þarf að kjósa um vallarstjóra og gjaldkera og liggja tvö framboð frammi þegar þetta er ritað, en aðrir áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér og geta haft samband við stjórn fyrir aðalfundinn eða gefið kost á sér á fundinum.
Ágúst Borgþórsson tók við sem vallarstjóri af Gunnari M. Magnússyni, sem steig til hliðar í fyrra fyrir seinna kjörtímabil sitt, og hefur Ágúst gefið kost á sér í starfið. Sverrir Gunnlaugsson er sitjandi gjaldkeri og hefur gefið kost á sér aftur.
Kveðja stjórn Flugmódelfélags Suðurnesja