Framkvæmdir

Nóg hefur verið að gera út á velli síðustu vikur en unnið hefur verið við að koma upp steyptu flughlaði þar sem jafnframt verður hægt að gangsetja og keyra upp flugmódel.

Margir félagsmenn hafa lagt hönd á plóginn og hefur verkið verið unnið af stakri fagmennsku eins og önnur verk sem ráðist hefur verið í. Mörg fyrirtæki út í bæ hafa komið að verkinu með einum eða öðrum hætti, sum hver styrkt félagið verulega með afsláttum og/eða liðlegheitum, má þar nefna Malbikunarstöð Suðurnesja, RR verktakar, ÍAV, Túnverk og Íslenska gámafélagið.

arnarvollur_steypa.jpg