Gamla árið kvatt

Mæting verður á Arnarvelli kl.12 á morgun að kveðja gamla árið með flugi og spjalli. Kaffi verður á staðnum í boði Merrild(að sjálfsögðu) en ef menn vilja kökur og sætindi þá eru þeir beðnir um að koma með þær sjálfir.  🙂

Einnig stendur til venju samkvæmt að fagna nýja árinu á svipuðum tíma þann 1.janúar. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og gestir eru að sjálfsögðu velkomnir á svæðið. Minni einnig á aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 19.janúar nk.