Frístundadagur Reykjanesbæjar – Flugkoma

Í tilefni af Frístundadegi Reykjanesbæjar verður Flugmódelfélag Suðurnesja með flugkomu á Arnarvelli laugardaginn 25.apríl frá kl.13-17.

Það stefnir í rjómablíðu á morgun og þrátt fyrir að skipulagðri dagskrá ljúki kl.17 þá verður eflaust flogið langt fram á kvöld.

Félagsmenn og aðrir módelmenn eru hvattir til að fjölmenna og skemmta sér á góðum flugdegi.